Eimskip og Háskólinn í Reykjavík hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér náið samstarf á breiðu sviði. Háskólinn í Reykjavík mun auglýsa eftir verkefnum fyrir nemendur og kennara er snúa að þróun og rannsóknum á sviði flutninga með áherslu á þarfir Eimskips. Nýjungar í notkun gámaendurvinnslu og lágmörkun umhverfisáhrifa í starfsemi Eimskips verða í forgrunni. Einnig mun Háskólinn í Reykjavík bjóða nemum upp á að sækja starfsnám hjá Eimskip á samningstímanumGylfi Sigfússonforstjóri EimskipsSamstarf Háskólans í Reykjavík og Eimskips er mikilvægt og spennandi fyrir okkur hjá Eimskip. Við lítum til þess að Háskólinn í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið í sterkum tengslum við atvinnulífiðen skólinn er einnig í nánum samskiptum við háskólasamfélagið í Maine fylki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Eimskips í Ameríku eru. Við væntum mikils af þessu samstarfi og sjáum tækifæri í því fyrir félagið. Einnig er mikill kostur að samstarfið fellur vel að stefnu félagsins í umhverfis og samfélagsmálum.Gylfi Sigfússonforstjóri Eimskips og Ari Kristinn Jónssonrektor Háskólans í Reykjavík undirrituðu samninginn síðastliðinn mánudag.