Eimskip hefur undirritað samning við hafnaryfirvöld í kínversku hafnarborginni Qingdao um rekstur 55 þúsund tonna frystigeymslu. Umrædd geymsla hefur hefur verið starfrækt frá árinu 2007 af A1988 hf.áður HF. Eimskipafélag Íslands.Samkvæmt samkomulagi við hafnaryfirvöld í Qingdao mun Eimskip koma að rekstrinum og verða 30 eigandi að nýju rekstrarfélagi á móti 70 eignarhlut hafnaryfirvalda. Aðkoma hafnaryfirvalda er mikilvægur þáttur í að styrkja rekstur frystigeymslunnaren ýmsar breytingar eru fyrirhugaðar í umhverfi hafnarinnar sem koma munu rekstrinum til góða í náinni framtíð. Hafnaryfirvöld hafa valið Eimskip sem samstarfsaðila varðandi uppbyggingu á flutningatengdri þjónustu við inn og útflytjendur á kæli og frystivöru þar sem Eimskip hefur sérhæft sig á því sviði. Sameiginlegt rekstrarfélag mun leigja geymsluna af hafnaryfirvöldum í Qingdao. James Liuforstöðumaður Eimskips í Kínamun stýra rekstri geymslunnar samhliða starfsemi Eimskips í Kína. Fjárfesting Eimskips vegna þessa verkefnis er 700 þúsund evrur sem lagt er fram sem hlutafé í hinu nýja rekstrarfélagi.Frystigeymslan í Qingdao liggur við gámahöfn borgarinnar sem veltir um 155 miljónum gámaeininga á ári og er sjöunda stærsta gámahöfn í heimi. Um 80 starfsmenn munu starfa í hinu nýja rekstrarfélagi og er árleg velta i upphafi áætluð um 45 milljónir evra.Eimskip rekur fjórar starfstöðvar í Kínaí QingdaoDalianXiamen og Shenzenog starfa hjá félaginu þar í landi um 140 starfsmenn. Höfuðstöðvar starfseminnar eru í Qingdaoen á því svæði fer fram mikil vinnsla sjávarafurða ásamt umfangsmiklum útflutningi á ávöxtum og grænmeti og innflutningi á kjöti. Í nóvember á þessu ári mun Eimskip fagna 10 ára starfsafmæli sínu í Asíuí kringum sjávarútvegssýninguna í Qingdaoen félagið opnaði sína fyrstu starfsstöð í Kína árið 2004. Samhliða þessu munu Eimskip og hafnaryfirvöld í Qingdao vinna að stefnumörkun um samstarf félaganna og frekari uppbyggingu á frystiflutningsmiðlun í Qingdao.Eimskip flytur í gegnum sína frystiflutningsmiðlun yfir 40 þúsund gámaeiningar til og frá Kína árlega. Sú starfsemi hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur mesti vöxturinn verið í viðskiptum innan Asíu. Samtarf Eimskips við hafnaryfirvöld í Qingdao er þýðingarmikið skref í frekari uppbyggingu á frystiflutningsmiðlun félagsins í Asíu.Þann 1. júlí 2014daginn sem fríverslunarsamningur Íslands og Kína tekur gildimun nýtt gámaskip EimskipsLagarfossleggjast að bryggju við hlið frystigeymslunnar í Qingdao og flytja þaðan til Íslands nýja frystigáma og kínverskar vörusendingar sem falla undir tollafríðindi nýja samningsins.Gylfi SigfússonforstjóriÞað er mjög ánægjulegt að ná þessu samkomulagi við hafnaryfirvöld í Qingdao um rekstur frystigeymslunnar að loknu löngu ferli og er það mikil viðurkenning fyrir uppbyggingu Eimskips í Asíu. Með samkomulaginu er rennt styrkari stoðum undir starfsemi frystigeymslunnarsem og undir aðra starfsemi Eimskips í Kína og Asíu. Breytingar á rekstrarumhverfi geymslunnar hafa einnig breyst til hins betra á undanförnum misserummeðal annars vegna geymslu á öðrum afurðum en fiskis.s kjötiávöxtum og grænmeti. Starfsemin fellur vel að stefnu Eimskips um frekari eflingu á frystiflutningsmiðlun félagsinsen höfnin í Qingdao er sjöunda stærsta gámahöfn í heimi. Í Qingdao búa um 87 milljónir manna og er borgin ein og sér stór markaður fyrir Eimskip.Um EimskipEimskip rekur 51 starfsstöð í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.400 starfsmönnumþar af um 800 á Íslandi. Um helmingur tekna félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.