Fara á efnissvæði

Creditinfo hefur gefið út árlegan lista yfir fyrirtæki sem þykja framúrskarandi út frá lykiltölum í rekstri. Þetta er þrettánda árið sem slík greining er gerð og þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar kröfur til að fá viðurkenninguna „framúrskarandi fyrirtæki“ og í fyrsta sinn þurftu stærri fyrirtækin einnig að svara spurningum um samfélagslega ábyrgð til að vera gjaldgeng á listann.

Eimskip er eitt þeirra 875 fyrirtækja sem þykja framúrskarandi árið 2022. Við erum stolt af því að vera hluti af þeim 2% fyrirtækja á Íslandi sem fá þessa viðurkenningu. Að baki liggur mikil vinna okkar metnaðarfulla starfsfólks og við lítum á viðurkenninguna sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka.

Auk Eimskips er dótturfélagið TVG-Zimsen einnig á listanum.

Á myndinni taka Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips og Elísa Dögg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen við viðurkenningunum fyrir hönd félaganna.