Mottumars 2011 árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands lauk klukkan 1948 síðastliðið fimmtudagskvölden alls söfnuðust tæplega 30 milljónir í átakinu þetta árið. Alls voru um 1.800 einstaklingar skráðir til þátttöku í Mottumars 2011 og 400 lið.Mottusafnarar Eimskips náðu að safna 518.000 kr. í átakinu og voru með því í sjötta sæti í liðakeppninni þetta áriðen Arion Banki sigraði í keppninni annað árið í röð. Alls voru um 60 starfsmenn Eimskips af öllu landinu skráðir í keppnina.Í lok mánaðarins heiðraði sérstök dómnefndþá Eimskipsmottu sem þótti skara fram úr og var það safngripur Bjarka Viðarssonarverkefnastjóra í upplýsingatæknisem þótti bera af í fegurð. Að launum var Bjarki sendur á Hamborgarafabrikkuna með alla fjölskylduna og skorað á hann að safna mottu fram í næsta mars.