Fara á efnissvæði

Eimskip hlaut á dögunum viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera í hópi þeirra 2% íslensku fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2024. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.

Í 15 ár hefur Creditinfo Ísland unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Eimskip er eitt þeirra 1.131 fyrirtækja sem þykja framúrskarandi árið 2024. Við erum stolt af því að vera hluti af þeim 2% fyrirtækja á Íslandi sem fá þessa viðurkenningu. Að baki liggur mikil vinna okkar metnaðarfulla starfsfólks og við lítum á viðurkenninguna sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka. Auk Eimskips er dótturfélagið TVG-Zimsen einnig á listanum.

Á myndinni má sjá þau Elísu Dögg Björnsdóttur, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóra Rekstrarsviðs Eimskips og Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips taka við viðurkenningunum fyrir hönd félaganna.

Eimskip hlaut einnig viðurkenningu frá Keldunni og Viðskiptablaðinu fyrir að vera Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri. Félagið uppfyllir því einnig þau skilyrði sem þar eru sett fram og er á meðal 2,9% íslenskra fyrirtækja sem það gera.  Eimskip hefur verið í flokki Fyrirmyndarfyrirtækja í rekstri frá upphafi og hið sama gildir um TVG-Zimsen.