Fara á efnissvæði

Íslenska sjávarútvegssýningin Icefish fer fram í Fífunni í vikunni og er Eimskip þar meðal þátttakenda.

Sýningin fagnar nú stórafmæli en 40 ár eru síðan fyrsta sýningin var haldin árið 1984. Í ár mæta rúmlega 400 sýnendur til leiks og koma þeir frá 22 löndum til að sýna allt það nýjasta og besta í sjávarútvegi. TVG-Zimsen, dótturfélag Eimskips, er opinber flutningsaðili sýningarinnar í fimmta sinn og veitir skipuleggjendum alla flutningstengda þjónustu.

Í gær fór fram afhending á verðlaunum sýningarinnar sem Matvælaráðuneytið og Kópavogsbær veita. Eimskip hlaut þar sérstaka viðurkenningu fyrir að vera eitt af sextán fyrirtækjum sem hefur tekið þátt í sýningunni allt frá upphafi. Við erum ákaflega stolt af þeim fjölbreyttu leiðum sem við bjóðum til að þjónusta íslenskan sjávarútveg um allt land og hefur greinin alla tíð leikið stórt hlutverk í starfsemi Eimskips.

Björn Einarsson, framkvæmdastjóri Sölu og viðskiptastýringar og Jónína Guðný Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Innanlandssviðs tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins í gær.

Sýningin stendur til kl. 17 á morgun, föstudag og hvetjum við gesti hennar til að heimsækja okkur í bás P12 í Fífunni.