Fara á efnissvæði

Eimskip hlaut í gær Lúðurinn í vali fólksins fyrir bestu auglýsinguna með hátíðarauglýsingunni Yfir sjó og land. Viðurkenningin staðfestir hversu vel sagan hefur náð til landsmanna og undirstrikar mikilvægi Eimskips í jólaundirbúningi þjóðarinnar.

"Við vildum fanga þau augnablik og þá upplifun sem jólunum fylgja og um leið endurspegla okkar tengsl við fólkið í landinu. Auglýsingin varpar ljósi á þjónustuna sem við veitum og hvernig við höfum verið órjúfanlegur hluti af jólahaldi landsmanna í 110 ár," segir Harpa Hödd Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs.

Félagið er afar stolt af auglýsingunni og þakklátt fyrir viðurkenninguna sem hún hlaut þegar landsmenn völdu hana sem sjónvarpsauglýsingu ársins. Þetta er mikilvæg viðurkenning fyrir allt teymið sem kom að gerð auglýsingarinnar og endurspeglar bæði hlutverk Eimskips í flutningakeðjunni og þá sköpunargleði og metnað sem liggur að baki auglýsingarinnar.

Eimskip er stolt af þessum árangri og hlakkar til að halda áfram að miðla sinni sögu og þjónustu í gegnum skapandi og áhrifaríkar leiðir.