Fara á efnissvæði

Eimskip hefur nýverið hlotið vottunina viðurkenndur AEO rekstraraðili (Authorised Economic Operator) sem er mikilvæg alþjóðleg viðurkenning. Tilgangur vottunarinnar er að auka öryggi í alþjóðlegu virðiskeðjunni og greiða fyrir lögmætum viðskiptum og vörusendingum milli landa. 

Með AEO vottuninni skuldbindur fyrirtækið sig til að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur og reglufylgni. Á móti hlýtur fyrirtækið viðurkenningu sem traustur og ábyrgur rekstraraðili í alþjóðlegum vöruflutningum. Eimskip er fyrsta skipaflutningafélagið hér á landi sem hlýtur AEO vottunina og mun vottunin styrkja stöðu Eimskips sem trausts samstarfsaðila á alþjóðavettvangi. 

AEO vottunin hefur einnig í för með sér ávinning fyrir viðskiptavini okkar í formi vægari krafna um  upplýsingagjöf, tilkynningum um skoðun farms, færri tolla- og endurskoðunum, forgangi ef um skoðun er að ræða, og mögulegu vali á skoðunarstað. 

Við erum stolt af því að vera meðal þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið þessa viðurkenningu og hlökkum til að nýta okkur þau tækifæri sem hún býður upp á til að bæta þjónustu okkar og auka öryggi í virðiskeðjunni.