Fara á efnissvæði
Eimskip skrifaði á dögunum undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu en það eru Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu en yfir 250 fyrirtæki rituðu undir yfirlýsinguna. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.Forseti ÍslandsGuðni Th. Jóhannesson er verndari verkefnisins.Eimskip rekur í dag ferjurnar Herjólf og Baldur ásamt því að reka skemmtisiglingaskipið Særúnu sem siglir um Breiðafjörð. Að auki sinnir Eimskip móttöku flestra skemmtiferðaskipa sem koma til landsins á ári hverju í gegnum dótturfélög sín hér á landi. Þáttur Eimskips í ferðaþjónustu á Íslandi er því sífellt stækkandi. Auk þess að taka þátt í verkefninu er Eimskip einnig einn af bakhjörlum átaksins.Gylfi Sigfússonforstjóri Eimskips Það skiptir okkur hjá Eimskip miklu máli að vera ábyrgt og leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu og fögnum við því þessu framtaki Festu og Íslenska ferðaklasans. Okkar markmið samræmast vel markmiðum verkefnisins sem eru að ganga vel um og virða náttúrunatryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísivirða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.