Fréttatilkynning frá Eimskipafélagi Íslands hf.Eimskip hefur viðkomur í PortlandMaine í Bandaríkjunum í stað NorfolkVirginiaStyttri siglingatími og aukin ferðatíðniEimskip hefur ákveðið að hefja viðkomur með Ameríkuleið félagsins til PortlandMaine í stað NorfolkVirginia frá og með síðari hluta marsmánaðar 2013. Meginmarkmið breytingarinnar er að stytta siglingartíma til og frá Bandaríkjunum og koma á reglubundnum hálfsmánaðarlegum siglingum.Árið 2011 var skipi bætt við flota Eimskips til að tengja NorðurAmeríku við NorðurNoreg með viðkomu á Íslandi. Sú þjónusta fór vel af stað og opnaði á nýja markaði fyrir vörur á milli á NorðurAmeríku og NorðurNoregs.Höfnin í Portland varð fyrir valinu þar sem hún fellur vel að siglingakerfi Eimskips og þörfum viðskiptavina félagsins. Hafnaraðstaðan þar er eins og best verður á kosiðen hún hefur verið endurnýjuð mikið á síðustu árum. Á hafnarsvæðinu mun Eimskip reka vöruhús og skrifstofuen jafnframt eru til staðar tenglar fyrir 150 frystigáma100 tonna gámakrani og önnur tæki sem þarf til að sinna þjónustu við viðskipavini félagsins.Portland hefur í gegnum tíðina verið miðstöð útgerðar og viðskipta með sjávarafurðir ásamt því að þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi.Eimskip mun áfram taka við lausavörusendingum viðskiptavina sinna í gegnum Norfolk og New York ásamt því að opna nýja vörumóttöku í Portland.Með tilkomu nýrrar hafnar í Portland verður flutningstími til Íslands framvegis níu dagar í stað 14 áður.Gylfi SigfússonforstjóriÍ ársbyrjun 2009 fækkaði félagið skipum í þjónustu á Ameríkuleið úr tveimur skipum í eitt í hagræðingarskyni til að mæta samdrætti í inn og útflutningi. Tveimur og hálfu ári síðar var bætt við skipi og siglingar milli NorðurNoregs og Boston hófust með viðkomu á Íslandifyrst gámaskipafélaga í reglulegum siglingum norðan heimskautslínu. Þessar siglingar hafa gengið vonum framar og er þessari breytingu á siglingakerfinu ætlað að styðja enn frekar við aukna flutninga á milli NorðurNoregs og Bandaríkjanna og styrkja um leið siglingar til og frá Íslandi. Þessar breytingar munu einnig bæta tengingu Eimskips á milli Ameríku og Nýfundalands þar sem boðið verður upp á siglingar aðra hverja vikumeð þriggja daga siglingartíma.Flutningamynstrið frá Bandaríkjunum hefur breyst mikið á undanförnum 25 árumen flutningar á almennri matvörubyggingarvörubifreiðum og tækjum hafa dregist saman. Einnig varð mikill samdráttur í flutningum vegna brotthvarfs varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Eimskip hefur því þurft að aðlaga sig að breyttum markaðsaðstæðum og leita á nýja markaði. Þáttur flutnings á sjávarafurðum á NorðurAtlantshafi hefur verið efldur ásamt því að taka þátt í frekari flutningum sem tengjast uppbyggingu í Noregi og á Nýfundnalandi.Um EimskipEimskip hefur starfsemi í 17 löndum og er með 17 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.320 starfsmönnumþar af um 760 á Íslandi. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlum.