Eimskip Flytjandi hefur tekið í notkun nýja þjónustumiðstöð fyrir ferskan fisk að Klettagörðum 15 sem hlotið hefur nafnið Klettakælir. Um er ræða 450 m2 hús sem er kælt rými með afar fullkominni aðstöðu til móttöku og afhendingar á ferskum fiski. Húsið er sérhannað fyrir meðhöndlun á ferskum fiski.Klettakælir verður að stærstum hluta nýttur fyrir móttöku á ferskum fiski frá fiskmörkuðum á landsbyggðinni sem er síðan dreift áfram til fiskkaupenda í tengslum við áætlunarflutninga Eimskips Flytjanda um allt land. Einnig fer þar fram lestun og losun á ferskfiskgámum.Í Klettakæli er boðið upp á fullkomnustu aðstöðu á Íslandi til að meðhöndla ferskan fisk fyrir dreifingu. Með tilkomu hússins verður öll aðstaða varðandi lestunlosun og meðhöndlun á ferskum fiski stórbætt og í takt við þarfir markaðarins um órofna kælikeðju og fyrsta flokks vörumeðhöndlun. Nú getum við boðið upp á órofna kælikeðju frá móttöku til afhendingar á ferskum fiski. Þjónustustigið í fiskdreifingu verður þannig enn betra en áður. Í Klettakæli er öll starfsemi undir einu þaki og meðal annars hleðsluop undir skyggni sem tryggir hreinlæti og gæði segir Guðmundur Nikulássonframkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip.Mæta auknum kröfum markaðarinsGuðmundur segir að meginástæður fyrir því að ráðist var í byggingu Klettakælis séu að kröfur viðskiptavina um aukin gæði og hraðari afgreiðslu fari stöðugt vaxandi. Eimskip Flytjandi er með daglegar áætlunarferðir til og frá um 80 áfangastöðum á landinu og flutningar frá landsbyggðinni til Reykjavíkur eru að stórum hluta ferskur fiskur frá fiskmörkuðum á landsbyggðinni.Til að mæta auknum kröfum um órofna kælikeðju í flutningum frá móttöku á fiskmörkuðum til afhendingar í hús viðskiptavinar þá er nauðsynlegt að slík aðstaða sé fyrir hendi hjá flutningsaðilum í takt við þarfir markaðarins. Með tilkomu Klettakælis verður afgreiðslan hraðari og aðstaðan betri en áður. Þannig skapast möguleikar á að viðskiptavinir fá fiskinn fyrr í hús en áður.Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Nikulássonframkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskipí síma 825 7702.