Fara á efnissvæði

Frá og með 5. febrúar 2025 mun Eimskip hefja beinar áætlunarsiglingar til Świnoujście í Póllandi aðra hvora viku.

Świnoujście mun tengjast beint við Reykjavík, Vestmannaeyjar og Tórshavn í Færeyjum, sem tryggir hraða og örugga tengingu á Gulu leið Eimskips. Þá mun Reyðarfjörður tengjast þessari nýju viðkomu í Póllandi með umlestun í Tórshavn.

Uppfærð siglingaáætlun fyrir Gula leið:

Höfn

Koma/brottför

Reykjavík

Miðvikudagur (brottför)

Vestmannaeyjar

Fimmtudagur

Tórshavn

Föstudagur

Immingham

Sunnudagur

Świnoujście/Fredrikstad

Miðvikudagur

Aarhus

Föstudagur

Tórshavn

Sunnudagur

Reykjavík

Þriðjudagur (koma)

Skrifstofa Eimskips í Póllandi hefur starfað frá 2013 og hefur áralanga reynslu af for- og áframflutningi, alhliða tollamálum og þjónustu við Íslandsmarkað. Viðskiptavinir okkar geta því treyst á skilvirka og örugga þjónustu.

Frekari upplýsingar má sjá í siglingaáætlun Eimskips.