Eimskipafélagið hefur gengið frá kaupum á þremur lóðum á iðnaðar og hafnarsvæðinu við Grundartanga. Samtals eru lóðirnar 22.410 fermetrar. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu og með lóðakaupunum tekur félagið þátt í henni. Samhliða lóðakaupunum hefur félagið fest kaup á tveimur nýjum hafnarkrönum af gerðinni TREX Gottwald GHMK 6507. Annar kraninn verður staðsettur á Grundartanga þar sem hann mun m.a. þjónusta álver Norðuráls. Hinn kraninn verður hins vegar staðsettur á Mjóeyrarhöfn þar sem hann leysir eldri krana af hólmien sá krani fer til Reykjavíkur þar sem hann leysir Jakann af í Sundahöfn á meðan hann fer í reglulegt viðhald og verður síðan sendur til Færeyja til að mæta auknum umsvifum þar.Kranarnir verða stærstu hafnarkranar á Íslandi og er sérstaða þeirra sú að þeir geta lyft tveimur 20 feta gámum samtímis. Með þessu skapast mikið hagræði við losun og lestun skipa. Kranarnir eru rafknúnir og því umhverfisvænni en eldri olíuknúnir kranar og er það í samræmi við umhverfisstefnu félagsinssem miðar að því að lágmarka koltvísýringsútblástur í starfseminni. Einnig koma kranarnir til með að auka rekstraröryggi við losun og lestun skipa félagsins.Fjárfesting Eimskipafélagsins í þessum verkefnum er um 8 milljónir evra.Um EimskipEimskip rekur 53 starfsstöðvar í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.400 starfsmönnum. Um helmingur tekna félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.