Eimskip hefur gengið frá kaupum á rekstri frystigeymslu St. Anthony Cold Storage Ltd. sem staðsett er í St. Anthony á Nýfundnalandi. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að sinna afgreiðslu á frystitogurum ásamt geymslu og flutningi á sjávarafurðum. Eimskip hefur verið með reglulegar viðkomur til St. Anthony síðan árið 2005 og með þessum kaupum er félagið að styrkja enn frekar þjónustu sína og starfsemi í tengslum við sjávarútveginn og uppbyggingu á stóriðnaði á nálægum svæðum. Eimskip réðst í fjárfestinguna ásamt félaginu Harbor Grace Shrimp Company sem er útgerðarfélag á Nýfundnalandi en það er einnig meðeigandi Eimskips í Harbor Grace frystigeymslunni á Nýfundnalandi. Eimskip mun því eftir kaupin eiga tvær frystigeymslur á Nýfundnalandi og styrkir sig því verulega í þjónustu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin með geymslur í sitt hvorum landshlutanumbæði í norðri og suðri.Eimskip hefur einnig fjárfest í flutningsmiðlunarfyrirtækinu Cargocan Agency Ltd. sem er leiðandi flutningsmiðlari á Nýfundnalandi og er staðsett í St. Johnshöfuðborg Nýfundnalands. Félagið var stofnað árið 1992 og hefur verið leiðandi flutningsmiðlunarfyrtæki í útflutningi á fiskafurðum og þurrvöru til og frá Nýfundnalandi.Samhliða kaupunum verða gerðar skipulagsbreytingar á starfsemi Eimskips í Canada. Jeff Simms verður áfram forstöðumaður en undir hann munu tilheyra fjögur svið flutningasviðflutningsmiðlunfrystigeymslur og fjármálasvið. Yfir flutningasviðinu verður Jeff Simms og mun hann stýra afgreiðslu og þjónustu við skipin. Fyrrverandi eigandi CargocanJim Healeverður yfir flutningsmiðluninnien hann býr yfir mikilli reynslu af flutningsmiðlun bæði hvað varðar frysti og þurrvöruflutninga. Jim Gibbons stýrir frystigeymslumen hann hefur verið yfirmaður frystigeymslunnar í St. Anthony frá stofnun hennar árið 2004. Jason White mun stýra fjármálum félagsins í Kanada.Eimskip tilkynnti fyrir nokkrum vikum um breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem aukin tíðni ferða á milli Evrópu og Norður Ameríku var kynnt með beinum siglingum á milli heimsálfa án þess að til umhleðslu á Íslandi þurfi að koma. Samhliða þessari auknu þjónustu hafa Eimskiphafnaryfirvöld í HalifaxNova Scotia og rekstraraðilar Halterm gámahafnarinnar hafið samstarf til að auka enn frekar flutningaþjónustu milli Kanada og Bandaríkjanna.Áætluð aukning rekstrartekna Eimskips á árgrundvelli vegna þessara fjárfestinga er um 6 milljónir evra og áætlað EBITDA hlutfall 125.