Eimskip tekur þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global, sem fram fer í Barcelona þessa vikuna.
Sem leiðandi flutningafyrirtæki í Norður-Atlantshafi sem sérhæfir sig í flutningi á frystum og kældum vörum, þjónustar félagið fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi um heim allan. Sýningin er því frábær vettvangur til þess að hitta viðskiptavini víða að en starfsfólk Eimskips frá ellefu löndum sækir sýninguna. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra Íslands, leit við á Eimskipsbásnum og ræddi við Óskar Magnússon, stjórnarformann, Vilhelm Má Þorsteinsson, forstjóra, og aðra starfsmenn félagsins. Félagið hélt venju samkvæmt vel lukkað viðskiptavinahóf, þar sem aðsókn var mjög góð.