Fara á efnissvæði
EBITDA á fyrri hluta ársins var 190 milljónir evra Hagnaður eftir skatta nam 80 milljónum evra Stefnt er að skráningu á NASDAQ OMX Iceland fyrir árslokAukning í veltu og bætt afkomaHeildarvelta Eimskips var 1981 milljónir evra fyrstu sex mánuði ársins 2012 samanborið við 1865 milljónir evra á fyrri hluta ársins 2011. Að teknu tilliti til einskiptisliðar á árinu 2011 að fjárhæð 64 milljónir evra jókst veltan um 100 á milli ára.Rekstrarhagnaður EBITDA nam 190 milljónum evra samanborið við 179 milljónir evra fyrir sama tímabilið árið áður að teknu tilliti til einskiptisliða.Athygli er vakin á því að á fyrri árshelmingi 2011höfðu einskiptisliðir áhrif á bæði veltu og afkomu. Á því tímabili var krafa að fjárhæð 64 milljónir evra innheimten hún hafði áður verið að fullu færð niður í bókum félagsins. Auk þess hafði strand Goðafoss neikvæð einskiptisáhrif á afkomu sem nam 07 milljónum evra.Á árinu 2012 rekur félagið tvö skip á Ameríkuleið samanborið við eitt skip á árinu 2011. Viðbótarskipið eykur flutningsmagn sitt jafnt og þétt en hefur ekki náð fullri nýtingu sem hefur áhrif á samanburð á rekstrarafkomu á milli ára.Hagnaður eftir skatta fyrir fyrstu sex mánuði ársins nam 80 milljónum evra.Sterkur efnahagurHeildareignir félagsins í lok júní námu 2998 milljónum evravaxtaberandi skuldir námu 619 milljón evra og var eiginfjárhlutfallið 616. Handbært fé nam 272 milljónum evra í lok júní 2012 og hafði lækkað um 163 milljónir evra frá árslokum 2011einkum vegna fjárfestinga í skipum.Gylfi SigfússonforstjóriAfkoman af reglulegri starfsemi fyrstu sex mánuði ársins var umfram væntingar félagsins.Nýju siglingaleiðinni á milli NorðurNoregs og NorðurAmeríku hefur verið vel tekið og eykst flutningsmagnið jafnt og þétt á þeirri leiðen almennt var góður gangur í eigin flutningastarfsemi og jókst flutningsmagn í siglingakerfum félagsins á NorðurAtlantshafi um 74 fyrstu sex mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Flutningsmagn í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun félagsins stóð í stað fyrstu sex mánuði ársins samanborið við síðasta ár á meðan magn í alþjóðlegri flutningsmiðlun á þurrvöru jókst verulega á milli ára.Eimskip reiknar með að fá tvö gámaskip sem eru í smíðum í Kína afhent á fyrri hluta ársins 2013en nýju skipin munu styrkja siglingakerfi og þjónustuframboð félagsinsauk þess sem þau munu skapa ný störf.Undirbúningur að fyrirhugaðri skráningu Eimskips á NASDAQ OMX Iceland gengur vel og er stefnt að því að skráning félagsins fari fram fyrir lok ársins. Vöxtur starfseminnar og góð afkoma undanfarin ár styrkir félagið á þeirri vegferð.Lykiltölur úr rekstri fjárhæðir eru í milljónum evra2011 velta og EBITDA er leiðrétt fyrir einskiptisliðum 64 milljóna evra einskiptistekjum á Q1 vegna uppgjörs á áður afskrifaðri kröfu og einskiptisgjöldum að fjárhæð 07 milljónir evra sem féll á félagið á Q2 vegna strands Goðafoss.Um EimskipEimskip rekur 49 starfsstöðvar í 17 löndum og er með 17 skip í rekstri. Félagið hefur á að skipa um 1.300 starfsmönnumþar af um 750 á Íslandi. Um helmingur af tekjum félagsins kemur frá starfsemi utan Íslands. Stefna félagsins er að veita framúrskarandi flutningaþjónustu á NorðurAtlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka og öfluga þjónustu í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun.Ársreikninga og árshlutareikninga Eimskips má nálgast áheimasíðu félagsins