Dettifoss siglir í gegnum Suez skurðinn (myndband)
12. júní 2020
Nýja skip Eimskips, Dettifoss, sigldi í gegnum Suez skurðinn í gær á leið sinni til Íslands. Suez skurðurinn sem er rúmlega 193 kílómetrar að lengd tengir Rauðahafið við Miðjarðarhafið og tók siglingin tæpar 11 klukkustundir. Áætlað er að Dettifoss komi til Íslands þann 13. júlí. Dettifoss er eitt af þremur skipum sem mun taka þátt í samsiglingum Eimskips og Royal Arctic Line sem hefjast 12. júní.