Fara á efnissvæði

Dettifoss, sem hefur verið í smíðum í Kína undanfarin misseri, er nú á heimleið en skipið sigldi af stað frá Guangzhou í Kína í gær. Í heildina fóru 17 starfsmenn Eimskips til Kína til að fylgja skipinu úr höfn en það er talsvert flóknara á tímum COVID-19 en venjulega. Til dæmis þurfti allur hópurinn að hefja dvölina á 14 daga sóttkví við nokkuð erfiðar aðstæður.

Eftir prufusiglingu og lokafrágang fékk Dettifoss að sigla úr höfn í gær, 7. maí, eftir úttekt hjá sóttvarnarteymi á staðnum. Við tekur um það bil 40 daga ferðalag og er skipið væntanlegt til Íslands eftir miðjan júní.

Nánar má lesa um skipin og afhendinguna hér.