Dagatal Eimskipafélags Íslands kom fyrst út árið 1928 og hefur verið prentað á hverju ári síðanef undanskilin eru tvö ár. Hið fyrra var í lok seinni heimsstyrjaldarinnar þegar skortur á aðföngum hamlaði útgáfuen seinna skiptið var á sjöunda áratug síðustu aldarán þess að vitað sé um ástæðu. Eimskip hefur um árabil sent hluthöfum sínum dagatalið í lok hvers árs og nú síðustu ár hefur almenningi verið gefinn kostur á því að nálgast eintak á skrifstofum félagsins. Dagatal Eimskipafélags Íslands hefur á löngum tíma unnið sér stall á veggjum landsmanna. Mikil eftirvænting ríkir þegar það kemur útsvo mikil að oft myndast raðir við skrifstofur félagsins fyrstu daganna eftir að dreifing hefst. segir Ólafur Hand markaðsstjóri félagsins. Að þessu sinni prýða eyjar við strendur Íslands dagatalið. Þær eru teknar af Lárusi Karli Ingasyni ljósmyndarasem segir það eftirsóknarvert hjá íslenskum ljósmyndurum að fá tækifæri til að vinna við mentnaðarfullt verk eins og dagatalið er. Fólk getur nálgast dagatalið endurgjaldslaust á skrifstofum Eimskips um land allt.