Blái naglinn afhenti í dag Samfélagsskjöldinn til Eimskips Flytjanda. Eimskip Flytjandi hefur stutt dyggilega við Bláa naglann undanfarin ár og þannig sýnt samfélagslega ábyrgð sína í verki. Blái naglinn þakkar Eimskip Flytjanda dyggan stuðing við þau verkefni sem félagið hefur unnið að á undanförnum árum og væntir áframhaldandi góðs samstarfs.Blái naglinn stendur um þessar mundir fyrir söfnun á DNA greiningartæki fyrir erfða og sameindalæknisfræðideild Landspítalans. Sérfræðingar eru flestir sammála um að leitin að auðveldari greiningu og lækningu á krabbameini sé komin á nýtt stig og að framundan sé bylting í baráttunni við krabbameinsvána. DNA greiningartækið er mikilvægt í þeirri baráttu.