Á dögunum kom til landsins nýr rafdrifinn gámakrani Eimskips sem hefur fengið nafnið Bára. Kraninn er færanlegur, með 54 metra bómu og er lyftigetan 125 tonn en Bára getur þjónustað skip með 14 gámaraðir á breiddina. Þá er stýrishús kranans í 29 metra hæð sem gefur gott útsýni fyrir kranastjóra.
Kraninn er af gerðinni Gottwald og er 10. krani félagsins af þeirri gerð. Eftir komu kranans er Eimskip með 12 krana í rekstri.
Eitt stærsta sjálfbærniverkefni Eimskips er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið varðandi það, sem er kolefnishlutleysi árið 2040. Alls eru nú 5 gámakranar á hafnarsvæðinu í Reykjavík; Jakinn, Straumur, Stormur, Alda og Bára sem eiga það jafnframt öll sameiginlegt nota rafmagn í stað jarðefnaeldsneytis. Með komu Báru eykst enn frekar skilvirkni í hafnarvinnu við Sundahöfn sem styður við það markmið Eimskips að bjóða viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Hér má sjá nokkrar myndir af komu Báru í Sundahöfn.