Eimskip kemur jólagjöfunum þínum hratt og örugglega til vina og vandamanna innanlands. Sama gildir um jólamatinn, við erum sérfræðingar í flutningi á kæli- og frystivöru. Eitt verð fyrir alla pakka undir 45 kg að þyngd og 50 x 50 x 50 cm að stærð eða 1.800 kr.
Nýjasta dagatalið prýða glæsilegar myndir af náttúru Íslands eftir ljósmyndarann Rán Bjargardóttur og nú fléttast inn aukaupplifun í fyrsta sinn. Með hverri mynd er myndband sem kemur þér í enn sterkari tengingu við staðina á myndunum.
Árs- og sjálfbærniskýrsla Eimskips var gefin út 17. mars. Skýrslan inniheldur gagnlegar upplýsingar um reksturinn árið 2021 og vegferðina framundan.
Hér má lesa skýrsluna.