Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 3. júní sl. Lagt er fyrir Samkeppniseftirlitið að afhenda Eimskipafélagi Íslands hf.Eimskip Ísland ehf. og TVGZimsen ehf. kröfu um húsleitarheimild og reifun málsatvika er fylgdi þeirri kröfudags. 9. september 2013í því horfi sem nánar er kveðið á um í úrskurðinum. Er þetta í annað sinn á innan við ári sem nefndin fellir úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að synja félögunum um aðgang að gögnum.Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrra máli þann 23. desember 2013 og felldi þá úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að synja félögunum aðgangi að gögnum er vörðuðu húsleitarheimild eftirlitsins og fylgiskjöl. Umbeðin gögn fengust ekki afhent fyrr en við frekari gagnaöflun eftirlitsins þann 3. júní sl.en þá var búið að afmá hluta þeirra. Félögin ákváðu því að kæra þá ákvörðun eftirlitsins að synja þeim aðgangi að tilteknum hluta gagnanna og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi.Áfrýjunarnefndin fellst á sjónarmið félaganna að hluta og tekur undir með þeim að það hafi dregist úr hófi hjá Samkeppniseftirlitinu að bregðast við fyrri úrskurði nefndarinnar frá 23. desember sl. og beiðni áfrýjenda um afhendingu gagna í framhaldi af honum. Er því nú lagt fyrir Samkeppniseftirlitið að afhenda gögnin eigi síðar en tveimur vikum eftir að úrskurðurinn er upp kveðinn.