Eimskip fylgist grannt með þróun mála í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Skipafélög sem eru samstarfsaðilar Eimskips hafa ýmist stöðvað eða skert þjónustu sína til þeirra hafna sem tengjast Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þannig að þjónusta Eimskips gagnvart þessum löndum er skert eins og staðan er núna.
Eins liggur fyrir að óvissa ríkir um afgreiðslu í höfnum í Evrópu á flutningum til og frá ofangreindum löndum. Félagið vinnur náið með viðskiptavinum sínum og viðeigandi yfirvöldum í þessum aðstæðum til að tryggja bestu mögulegu lausnir.
Ljóst er að mikil óvissa ríkir um þróun mála, aðstæður breytast hratt og sérfræðingar félagsins fylgjast grannt með stöðunni dag hvern.