Hagnaður Eimskipafélagsins á árinu 2011 eftir skatta var um 21 milljarður króna EUR 131m og rekstrarhagnaður EBITDA var um 7 milljarðar króna EUR 432m. Heildareignir félagsins í lok ársins voru 45 milljarðar króna EUR 283m og var eiginfjárhlutfallið 623. Vaxtaberandi skuldir voru 98 milljarðar króna EUR 62m og handbært fé var 69 milljarðar króna EUR 435m. Flutningamagn í siglingakerfum félagsins á Norður Atlantshafi jókst um rúm 5 á milli ára.4. ársfjórðungur 2011Rekstrarhagnaður EBITDA á fjórða ársfjórðungi var um 14 milljarður króna EUR 86m og hagnaður eftir skatta var um 100 milljónir króna EUR 06mGylfi Sigfússon forstjóriÞað er jákvætt að sjá að rekstrarniðurstaða ársins er góð og í takt við væntingar stjórnenda félagsins þrátt fyrir erfitt rekstarumhverfi bæði hérlendis og erlendis. Það er enn á brattann að sækja varðandi reksturinn á Íslandi en hægur bati er í inn og útflutningi til og frá landinu. Starfsemin hefur gengið vel á öðrum markaðssvæðum félagsins bæði á Norður Atlantshafinu sem og í frystiflutningsmiðlun félagsins víða um heim.Rekstrarárangur ársins 2011 mun auðvelda Eimskip að fara í nauðsynlegar fjárfestingar við endurnýjun á skipastól félagsinsgámum og öðrum tækjum til að tryggja áreiðanleika og hátt þjónustustig fyrir viðskiptavini félagsins.Eimskip vinnur markvisst að því að auka afkastagetu í siglingakerfum félagsins sem og að þétta þjónustuframboð um allan heim.Stefnt er að skráningu í Kauphöll fyrir lok ársins 2012 og er vinna við undirbúning þess í fullum gangi.Um EimskipEimskip er með eigin starfsemi í 17 löndummeð 18 skip í rekstri og hefur á að skipa 1260 starfsmönnumþar af vinna um 730 starfsmenn á Íslandi. Stefna félagsins er að veita öfluga flutningaþjónustu á Norður Atlantshafi ásamt því að bjóða víðtæka alþjóðlega frystiflutningsmiðlun um heim allan.