Fara á efnissvæði

28. febrúar 2013Afkoma Eimskips fyrir árið 2012 er í samræmi við væntingar félagsinsRekstrartekjur námu 4143 milljónum evraRekstrarhagnaður fyrir afskriftir EBITDA eftir einskiptisliði var 408 milljónir evraHagnaður eftir skatta nam 127 milljónum evraEiginfjárhlutfall var 637 í árslokFlutningsmagn í áætlanasiglingum félagsins jókst um 34 á milli áraGylfi SigfússonforstjóriAfkoma ársins 2012 er í samræmi við okkar væntingar. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir á árinu 2012 nam 408 milljónum evra og hefur vaxið um 88 frá fyrra ári að teknu tilliti til einskiptisliða. Hagnaður Eimskips eftir skatta nam 127 milljónum evra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 102 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi sem samsvarar 187 aukningu rekstrarhagnaðarað teknu tilliti til kostnaðar við skráningu og kaupréttarsamninga sem fallið var frá á fjórðungnumsamanborið við fjórða ársfjórðung 2011.Flutningsmagn í áætlanaflutningum félagsins á NorðurAtlantshafi jókst um 34 frá fyrra ári. Magn í frystiflutningsmiðlun dróst hins vegar saman um 06 frá fyrra ári eftir nokkurn vöxt á árunum 2010 og 2011. Horfur í flutningum á NorðurAtlantshafi eru jákvæðar á komandi mánuðum en töluverður vöxtur hefur verið í flutningum frá Noregi og Færeyjum og í flutningum á milli Evrópu og NorðurAmeríku.Eimskip gekk frá kaupum á þremur frysti og kæliskipum á árinu 2012en félagið hafði verið með skipin á leigu frá árinu 2005. Kaupin efla enn frekar stoðir og rekstraröryggi siglingakerfisins á NorðurAtlantshafi og sérstaklega í þeirri þjónustu sem þau veita sjávarútveginum í Noregi. Gert er ráð fyrir að gámaskipin tvö sem eru í smíðum fyrir félagið í Kína verði afhent á seinni helmingi ársins 2013en þau munu styrkja siglingakerfi og þjónustuframboð Eimskips á komandi árum.Frá og með síðari hluta marsmánaðar 2013 mun Ameríkuleið félagsins hefja viðkomur í PortlandMaine í stað Norfolk og Everett á austurströnd Bandaríkjanna. Meginmarkmið breytingarinnar er að stytta siglingartíma til og frá Bandaríkjunum og koma á reglubundnum siglingum aðra hverja viku. Breytingunni er einnig ætlað að styðja enn frekar við aukna flutninga á milli NorðurNoregs og NorðurAmeríku og bæta tengingu á milli Bandaríkjanna og Nýfundnalandsþar sem boðið verður upp á siglingar aðra hverja viku með þriggja daga siglingartímaauk þess sem siglingartími milli Íslands og NorðurAmeríku styttist.Eimskip opnaði skrifstofu í Tælandi á árinu 2012 og í mars 2013 mun félagið opna skrifstofu í Gdynia í Póllandi og styrkir þar með þjónustu sína í frystiflutningsmiðlun í Eystrasaltinu.Félagið hefur lagt sérstaka áherslu á uppbyggingu á NorðurAtlantshafi og þá sérstaklega í tengslum við mögulegar Norðurheimskautssiglingar og verkefni tengd stóriðjuolíu og námuvinnslu ásamt hafnarþjónustu og annarri tengdri þjónustu.Eimskip tók í notkun nýtt og fullkomið snjallforritAppsem býður viðskiptavinum upp á að fá í rauntíma upplýsingar um stöðu sendinga í snjallsíma. Snjallforritið er auðvelt í notkun og sýnir jafnframt staðsetningu skipa Eimskipsskipaáætlun og siglingaleiðir og veitir auk þess upplýsingar um alla helstu þjónustuþætti fyrirtækisins. Áður hafði félagið kynnt til sögunnar vefviðmót fyrir viðskiptaviniePortþar sem fylgjast má með sendingumleita upplýsinga og senda inn flutningsfyrirmæli. Frá janúar 2013 hefur Eimskip boðið nýja þjónustu í gegnum netið sem gengur undir nafninu eBOXen með henni er boðið upp á þægilegar og einfaldar lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands.Eimskip leggur hér eftir sem hingað til áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuen það hefur meðal annars verið gert með því að styrkja skipagáma og tækjakost félagsins á árinu.Eimskip lauk hlutafjárútboði sínu og skráningu á NASDAQ OMX Iceland í nóvember 2012. Markmiðið með skráningunni var að tryggja almenna og góða dreifingu á eignarhaldi félagsins en hluthafar eru í dag um 2.300 talsins. Hlutabréf félagsins voru tekin til viðskipta þann 16. nóvember 2012.Eimskip lítur björtum augum til framtíðarinnar og til mögulegra vaxtartækifæra á NorðurAtlantshafi og á alþjóðavísu. Félagið mun fagna 100 ára afmæli sínu þann 17. janúar 2014.Frekari upplýsingarGylfi Sigfússonforstjórisími 525 7202Hilmar Pétur Valgarðssonframkvæmdastjóri fjármála og stjórnunarsviðs sími 525 7202Erna Eiríksdóttirforstöðumaður fjárfestatengslasími 825 7220netfanginvestorseimskip.isEimskip Consolidated Financial Statements 2012.pdfEimskip Financial results 2012.pdf