Allt efni fundarins, atkvæðaseðla o.fl., má nálgast hér ásamt streymi fundarins sem hefst kl. 16:00.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Fundir þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru bannaðir. Eimskip er mikilvægt fyrirtæki i flutningaþjónustu og þarf á þessum fordæmalausum tímum að tryggja virkni flutningakeðjunnar og þjónustu við viðskiptavini og landsmenn alla. Vegna þessa biður stjórn félagsins hluthafa um að mæta ekki á fundinn heldur kjósa fyrirfram og skriflega um tillögur fundarins og veita fundarstjóra umboð til að kjósa á fundinum fyrir sína hönd. Gert er ráð fyrir að einungis mæti á fundarstað starfsmenn fundarins, forstjóri og stjórnarformaður.