Sautjánda árið í röð styrkir Eimskip verkefnið Jól í skókassa á vegum KFUM/KFUK. Alls söfnuðust 4.018 gjafir sem gefnar verða 7. janúar, sem er jóladagur rétttrúnaðarkirkjunnar í Úkraínu.
Gjöfunum er dreift af KFUM á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við bág kjör.
Eimskip hefur verið styrktaraðili verkefnisins frá upphafi með flutningi og gefið gám sem notaður er undir pakkana. Safnast hafa um 75.000 gjafir frá því verkefnið fór að stað 2004.