Frá og með 20. janúar munum við sameina þjónustudeildir í Klettagörðum Reykjavík sem hafa sinnt annars vegar þjónustu fyrir innanlandsflutninga og hins vegar fyrir vörudreifingu í Reykjavík.
Hingað til hefur verið sitthvort netfangið og símanúmerið fyrir þessa þjónustuþætti en með sameiningu þá einföldum við ferlið og bætum þjónustu enn frekar við viðskiptavini. Netfangið fyrir báða hópa verður innanlands@eimskip.is og símanúmerið 525 7700 og fellur því netfangið akstur@eimskip.is niður.
Þjónustan fyrir gámaflutning eða heimaksturinn eins og við köllum það mun haldast óbreytt.
Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk Viðskiptaþjónustunnar, innanlands@eimskip.is 525 7700.