Fara á efnissvæði

Eimskip býður ykkur í mikilfenglega ferð um landið. Fallegar náttúruljósmyndir prýða dagatal ársins og nú fléttast einnig inn óvænt upplifun. Í hverjum mánuði má sjá myndband sem kemur þér í enn sterkari tengingu við staðina á myndunum. Hér gefst tækifæri fyrir ólíkar kynslóðir til að ferðast saman á einstaka staði þar sem íslensk náttúra og mannvirki kveikja lifandi samtal.

Ljósmyndari dagatalsins í ár er Rán Bjargardóttir. Hún er drifin áfram af fegurð landsins og eyðir miklum tíma úti í villtri náttúru þar sem njóta má kyrrðar. Rán ólst að hluta upp á Vestfjörðum og ekki síst af þeim sökum laðast hún að földum perlum Íslands og veitir þeim stöðum athygli sem færri taka eftir.