1971-1980

1971 - Fyrstu erlendu vöruhús Eimskips voru tekin í notkun, staðsett í London og New York.

1972 - Eimskip samdi um leigu á stóru svæði við Sundahöfn og reisti þar Sundaskála. Ári síðar var svo fyrsta vöruhúsið í Sundahöfn tekið í notkun, þegar óvænt þörf kom upp fyrir geymslu búslóða sem bjargað var undan eldgosinu í Heimaey.

1975 - Starfsmannafélag Eimskips stofnað þann 4. júní.

1979 - Hörður Sigurgestsson tók við stöðu forstjóra Eimskips af Óttarri Möller, og varð þar með fjórði forstjóri félagsins í 65 ára sögu þess.  

Find