1914-1925

1914 Eimskipafélag Íslands stofnað 17. janúar, þar sem á fimmta hundrað manns koma saman í Fríkirkjunni í Reykjavík. Félagið var nefnt Óskabarn þjóðarinnar í fjölmiðlum og töldu að með stofnun þess væri stigið eitt mesta heillaspor í sögu þjóðarinnar og sjálfstæðisbaráttu. Emil Nielsen ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

1915 - Fyrstu tvö skip félagsins komu til Íslands, Gullfoss í apríl og Goðafoss í júní. Skrifstofur Eimskips í Edinborgarhúsinu urðu eldi að bráð í stórbruna og öll skjöl og skrifstofubúnaður eyðilögðust. 34 umboðsmenn voru á árinu skipaðir um allt land.

1916 - Goðafoss grandaðist við Straumnes í Ísafjarðardjúpi.

1917 - Ófriður í Evrópu setur mark sitt á samgöngur til Íslands og siglingaleiðir lokast að mestu. Ameríkusiglingar eru teknar upp í auknu mæli.  

1921 - Stórhýsi félagsins við Pósthússtræti 2 var tekið í notkun og varð aðalmiðstöð þess næstu 82 árin. Húsið var byggt á tveimur árum og var 370 fermetrar að grunnfleti á fimm hæðum. Húsið var það fyrsta á Íslandi sem var búið lyftu.

Find