Finna sendingu - leiðbeiningar

Sendingarleitarvél Eimskips kemur sér vel þegar sendandi eða móttakandi vöru vill skoða hvar sendingin er stödd í flutningi. Við hverja starfsstöð Eimskips þar sem sendingin er meðhöndluð, er staða hans skráð og kemur fram í leitarniðurstöðum sendingaleitarinnar.

Í fremsta dálkinum kemur fram dagsetning (1) síðustu færslu sem fór fram með sendinguna og í næsta tímasetningin (2). Þar á eftir má sjá hvort sendingin er heill gámur (3) (t.d. EIMU5257000) eða stök vörubretti (3).

Reiturinn 'Cargo Status' (4) gefur til kynna hvaða meðhöndlun sendingin hafði síðast og öftustu þrír reitirnir segja til um hvar varan var þá stödd (5) og í hvaða skipi hún var (6).

Dæmi:

 

Viðskiptamenn eru hvattir til að kynna sér skilmála sem gilda um sendingarleit. Skilmálarnir teljast hluti samnings milli viðskiptavinar og Eimskips. Smellið hér til að lesa skilmála sendingarleitar í heild.

Upplýsingar sem koma fram í sendingarleit byggja á nýjustu fáanlegu upplýsingum. Athugið að upplýsingarnar eru aðeins til viðmiðunar. Eimskip ber enga ábyrgð, hvorki beina né óbeina, á ákvörðunum sem viðskiptamaður tekur á grundvelli upplýsinganna eða afleiðingum þeirra.

Viðskiptamönnum er bent á að hafa samband við næstu skrifstofu Eimskips til að afla sér ítarlegri upplýsinga.

Find