30.09.2016
fulltrúar Kiwanishreyfingarinnar færðu Eimskip þakklætisvott fyrir gott samstarf
Eimskip og Kiwanishreyfingin á Íslandi hafa í 13 ár gefið börnum um allt land hjálma. Yfir 50.000 börn hafa fengið hjálm að gjöf og eru það öll börn á Íslandi á aldrinum 6-18 ára.
15.09.2016
Eimskip gerir tilboð í smíði og rekstur á nýrri Vestmannaeyjaferju
Eimskip lagði í dag fram tilboð í B hluta útboðs Ríkiskaupa, í smíði og rekstur á nýrri Vestmannaeyjaferju. Tilboðin gera ráð fyrir að Eimskip smíði nýja ferju sem yrði afhent um mitt ár 2018
.
View RSS feed
banner
banner

Vöruhúsaþjónusta Eimskips býður viðskiptavinum upp á að úthýsa lagerstarfsemi sinni að hluta til eða að fullu. 

Starfsmenn Vöruhúsaþjónustunnar búa yfir áralangri reynslu á vöruhýsingu en allt frá árinu 1996 hefur Eimskip boðið upp á þessa þjónustu. Með byggingu Vöruhótelsins í Sundahöfn árið 2003 var tekið stórt skref til að styrkja vöruhúsaþjónustu félagsins. Vöruhúsaþjónustan þjónar fjölbreytilegum hópi viðskiptavina stórum sem smáum og hýsir vöru af öllum stærðum og gerðum. Boðið er upp á geymslu á vörum í þurrvöruhúsum, kæli- og frystigeymslum, vöktuðum útisvæðum og löndunarþjónustu.
Find