Um Herjólf

Almennar upplýsingar:

  • Farþegar skulu mæta til innritunar eigi síðar en 30 mínútum fyrir auglýsta brottför. Skipinu er lokað 5 mínútum fyrir brottför.
  • Farþegar geta nýtt sér bílastæði við Landeyjahöfn. Vinsamlegast athugið að hvorki Herjólfur né Eimskip bera ábyrgð á ökutækjum sem geymd eru við Landeyjahöfn, hvorki gegn hugsanlegum þjófnaði eða skemmdum.
  • Siglingin á milli lands og Eyja tekur um 30 mínútur. Veitingar eru seldar um borð, bæði í kaffiteríu og í sjálfsölum.
  • Allar upplýsingar um rútuferðir til og frá Landeyjahöfn er að finna á 

    http://www.straeto.is/sudurland/

    Vinsamlegast athugið að áætlunarferðir eru ekki á vegum Herjólfs eða Eimskips.
  • Vinsamlegast athugið að akstur á milli Landeyjahafnar og Höfuðborgarsvæðisins tekur um tvær klukkustundir í góðu færi. Farþegar eru hvattir til að gefa sér góðan tíma og virða hraðatakmarkanir. Aðgætið með góðum fyrirvara að bíllinn sé vel og rétt búinn fyrir ferðalagið til að minnka hættu á töfum á leiðinni.
  • Gætið farmiðanna vel, því týndur miði er tapað fé.

Tölulegar upplýsingar:

Skipið er 3.354 brúttótonn að stærð. Lengd þess er 70,5 metrar og breidd þess 16 metrar.  Skipið hefur tvær aðalvélar en hvor þeirra er 2.700 KW. Ganghraði skipsins er 16 sjómílur, sem þýðir að það tekur um 40 mínútur að sigla á milli Vestamannaeyja og Landeyjahafnar. Í skipið komast 388 farþegar og 60 fólksbílar í hverja ferð.  

Skipið er mjög vel búið af siglingatækjum og björgunarbúnaði samkvæmt alþjóðlegum SOLAS kröfum.

Aðstaða um borð:

Í skipinu eru þrír salir, matsalur, sjónvarpssalur og setustofa. Í matsalnum er kaffitería þar sem boðið er upp á heitan mat, smurt brauð, sælgæti, kökur, kaffi og aðra drykki.  

Salurinn rúmar um 130 manns í sæti en í sjónvarpssalnum eru rúmlega 80 þægileg sæti sem hægt er að stilla eftir smekk hvers og eins. Setustofan er útbúin þægilegum sófastólum og borðum en einnig eru sófar og bekkir víðsvegar um skipið. í Herjólfi er ein barnastofa með leikföngum og sjónvarpsefni. 

Á þilfari eru bekkir fyrir þá sem kjósa að njóta útsýnisins og ferska sjávarloftsins á meðan á ferðinni stendur

Find