Frávik ferða

Hér á síðunni má sjá helstu upplýsingar um þær aðgerðir sem farþegar þurfa að grípa til þegar ferðir Herjólfs færast frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar yfir í að siglt sé til Þorlákshafnar.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að hafa í huga að þegar slík frávik eiga sér stað er mikið álag á símkerfi Herjólfs. Hægt er að senda fyrirspurnir og breytingaróskir á póstfangið herjolfur@herjolfur.is í slíkum tilvikum og unnið verður úr þeim eins fljótt og auðið er.

  • Hægt er að breyta farmiða með Herjólfi án breytingargjalds allt að tveimur tímum eftir að ferð er bókuð.
  • Hægt er að breyta ferð allt að 2 klst fyrir brottför með breytingagjaldi.
  • Hægt er að fá endurgreitt fyrir ferð allt að sólarhring fyrir brottför með breytingagjaldi.
  • Vinsamlegast athugið að ekki tekið breytingagjald ef ferð færist á milli hafna eða fellur niður. Í þeim tilvikum þegar ekki er hægt að færa farþega í ferð sama dag er fargjaldið endurgreitt eða fært í aðra ferð.
  • Mismunur fargjalda er greiddur ef ferðir eru færðar úr Þorlákshöfn til Landeyjahafnar, en farþegar þurfa að greiða hærri fargjöld ef ferðir er færðar frá Landeyjahöfn til Þorlákshafnar og ganga frá þeirri greiðslu fyrir brottför.
Find