Siglingaáætlun

Vinsamlegast athugið að áætlunin getur tekið breytingum, en þær eru að jafnaði auglýstar í fjölmiðlum, Facebook síðu Herjólfs, á síðu 415 í Textavarpi og hér á vefsíðunni.


Sumaráætlun 2017​

Áætlun þegar siglt er til Landeyjahafnar

Alla daga  - 6 ferðir*

Brottför frá Vestmannaeyjum 08:30, 11:00, 13:45, 16:00, 18:45, 21:00

Brottför frá Landeyjahöfn 09:45, 12:45, 14:45, 17:10, 19:45, 22:00

*ATH, Nýjársdag, Föstudaginn Langa, Páskadag, Hvítasunnudag, Sjómannadagshelgi, í kringum TM og Orkumót og Þjóðhátíð, stoppdaga, aðfangadag og jóladag eru breytingar á áætlun og eru tilkynntar þegar nær dregur.

*Ferðir frá Vestmannaeyjum 13:45 og Landeyjahöfn 14:45 falla niður eftirfarandi daga:

24 júní, 4 júlí, 11 júlí, 27 júlí, 15 ágúst, 31 ágúst , 5 september

Vegna lögbundina björgunaræfinga sem framkvæma þarf reglulega um borð í Herjólfi þarf að fella niður ferðir eftirfarandi daga í sumaráætlun.​Áætlun þegar siglt er til Þorlákshafnar - tvær ferðir alla daga*

Brottför frá Vestmannaeyjum 08:00 og 15:30

Brottför frá Þorlákshöfn 11:45 og 19:15​

*ATH, Nýjársdag, Föstudaginn Langa, Páskadag, sjómannadagshelgi, í kringum TM og Orkumót og Þjóðhátíð eru breytingar á áætlun og eru tilkynntar þegar nær dregur.

Siglingatími milli Landeyjahafnar - Vestmannaeyja er um 35 mínútur.

Farþegar eru beðnir um mæta eigi síðar en 30 mínútum fyrir brottför, hvort sem gengið er beint um borð eða bifreiðar teknar með og vera á þeim tíma klárir með brottfararspjöld.
 
Eftir 1. nóvember verður eingöngu hægt að bóka í 2 ferðir milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fram í tímann á meðan vetraráætlun gildir. Þær bókanir gilda síðan í Þorlákshöfn ef ekki er siglt í Landeyjahöfn. Jafnt og þétt verður opnað fyrir aðrar ferðir eins og aðstæður í Landeyjahöfn gefa tilefni til.

Frá 1. desember er bókað í 2 ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, verði fært í Landeyjahöfn er mismunur á fargjaldi endurgreiddur.

Ef ófært er til Landeyjahafnar og siglt til Þorlákshafnar.
Frá Vestmannaeyjum  08:00   15:30 (farið er 08:30 þegar um einstaka daga er að ræða)
Frá Þorlákshöfn           11:45   19:15

Reynt verður að sigla eins mikið og frekast er kostur til Landeyjahafnar.         

Þegar ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn falla niður þurfa þeir farþegar sem pantað hafa ferð með skipinu að hafa nokkra hluti í huga. Hér fyrir neðan eru nokkrar ábendingar varðandi verklag í kringum slík tilvik, sem gott er að kynna sér.

Vetraráætlun - Öruggar ferðir, ef ófært er til Landeyjahafnar og siglt er til Þorlákshafnar.

Ferð Vestmannaeyjar - Landeyjahöfn 08:30 og 18:45 færast sjálfkrafa í ferðir Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn 08:00 og 15:30.

Ferð Landeyjahöfn - Vestmannaeyjar 12:45 og 19:45 færast sjálfkrafa í ferðir Þorlákshöfn - Vestmannaeyjar 11:45 og 19:15.


Sumaráætlun - Öruggar ferðir, ef ófært er til Landeyjahafnar og siglt er til Þorlákshafnar.

Ferð Vestmannaeyjar - Landeyjahöfn 08:30 og 16:00 færast sjálfkrafa í ferðir Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn 08:00 og 15:30.

Ferð Landeyjahöfn - Vestmannaeyjar  12:45 og 19:45 færast sjálfkrafa í ferðir Þorlákshöfn - Vestmannaeyjar 11:45 og 19:15.


Aðrar ferðir færast ekki, svo bóka þarf þær upp á nýtt hjá afgreiðslustöðum Herjólfs eða í síma 481 2800.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir að sýna því skilning að oft er mikið álag á símkerfi Herjólfs eftir að ferðir hafa verið felldar niður. Í því sambandi er einnig hægt að nýta Svarbox Herjólfs, sjá www.herjolfur.is, þar sem hægt er að komast í beint samband við þjónustufulltrúa.

Ekki er sjálfgefið að pláss sé fyrir alla farþega niðurfelldrar ferðar í næstu mögulegu ferð, þar sem hluti af farþegarými kann að hafa selst fyrirfram.

Sú staða kann að koma upp þegar ferðir Herjólfs eru felldar niður, að farþegar sem bóka sig í næstu mögulegu ferðir komist ekki með farartæki sínum borð.

Vegna frátafa í Landeyjahöfn er fólki ekki ráðlagt að skilja bifreiðar eftir þar eða í Þorlákshöfn.

Reynsla síðustu ára sýnir að í sumum tilfellum siglir Herjólfur til Þorlákshafnar fyrri hluta dags en til Landeyjahafnar seinni part dags eða öfugt.​Ferðir Strætó til Þorlákshafnar til móts við ferðir Herjólfs 

Frá BSÍ kl. 09:45 og 17:15
Frá Mjódd kl. 10:00 og 17:30

Farþegar sem eiga bókað verða látnir vita af öllum breytingum með SMS og/eða tölvupósti, séu farþegar með þær upplýsingar skráðar í sinni bókun

Ekki er sjálfgefið að pláss sé fyrir alla farþega niðurfelldrar ferðar í næstu mögulegu ferð, þar sem hluti affarþegarými kann að hafa selst fyrirfram.

Sú staða kann að koma upp þegar ferðir Herjólfs eru felldar niður, að farþegar sem bóka sig í næstu mögulegu ferðir komist ekki með farartæki sínum borð.


Breytt áætlun er eftirfarandi daga

Nýársdag

Föstudaginn Langa

Páskadag

Hvítasunnudag

Laugardag og sunnudag yfir sjómannadagshelgi

Í kringum TM mót og Orkumót

Þjóðhátíð

Í september er gert ráð fyrir viðhaldsdögum

Áætlun jól og áramót ár hvert.
Ef siglt er til Landeyjahafnar eru sigldar tvær ferðir á aðfangadag, gamlársdag og nýársdag, sjá breyttar tímasetningar. Ekkert er siglt á jóladag. Aðra daga er siglt skv. vetraráætlun.

Ef siglt er til Þorlákshafnar er sigld ein ferð á aðfangadag, gamlársdag og nýársdag, sjá breyttar tímasetningar. Ekkert er siglt á jóladag. Aðra daga er siglt skv. vetraráætlun.
 

​​​
Find